Floyd Mayweather yngri, varð í gærnótt heimsmeistari í léttmillivigt er hann sigraði Miguel Cotto á stigum. Sigurinn var sá fertugasti og þriðji á ferli Floyd, en hann er ennþá ósigraður á atvinnumannaferli sínum.
Bardaginn var frábær skemmtun og lenti stórmeistarinn í nokkrum vandræðum með Cotto. Dómararnir voru þó að lokum sammála í úrskurði sínum en allir þrír dæmdu Mayweather sigurinn á nokkuð sannfærandi hátt.
