Fótbolti

Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Royston Drenthe og Lionel Messi eru engir vinir.
Royston Drenthe og Lionel Messi eru engir vinir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

Goal.com hefur þetta upp úr viðtali Royson Drenthe í hollenska tímaritinu Helden. Luiz Suarez, leikmaður Liverpool, fékk átta leikja bann í vetur fyrir að kalla Patrice Evra "negro".

Drenthe er í láni hjá Everton en hann er enn í eigu Real Madrid. "Ég hef mætt Messi mörgum sinnum og það hefur alltaf komið upp vandamál á milli okkar. Hann sagði alltaf "negri, negri" við mig. Ég veit að negra-orðið er algengt í Suður-Ameríku en það er ekki í lagi að nota það í okkar samfélagi," sagði Royson Drenthe í umræddu viðtali.

Drenthe segir að þeim hafi aftur lent saman þegar hann spilaði með Hércules á móti Barcelona. "Við heilsuðumst fyrir leikinn en svo kallaði hann margoft, "Heyrðu negri". Ég þakkaði Messi ekki fyrir leikinn," sagði Drenthe og endaði síðan á því að segja: "Ég held að Messi bjóði mér ekki afmælisveisluna sína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×