Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els 30. apríl 2012 11:00 Jason Dufner sigraði í fyrsta sinn á PGA móti í gær eftir bráðbana gegn Ernie Els AP Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira