Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els 30. apríl 2012 11:00 Jason Dufner sigraði í fyrsta sinn á PGA móti í gær eftir bráðbana gegn Ernie Els AP Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Els, sem hefur sigrað á 19 PGA mótum á ferlinum, gerði engin mistökk á lokahringnum sem hann lék á 67 höggum. Els var nálægt því að tryggja sér sigurinn með pútti fyrir fugli á fyrstu holu bráðabanans en um 2 metra pútt hans fór framhjá holunni.Lokastaðan: Luke Donald frá Englandi endaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék á 17 höggum undir pari vallar. Þar með þokaði hann sér upp fyrir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem var í efsta sæti heimslistans í golfi. Dufner hefur margoft verið í baráttunni um sigur á PGA mótaröðinni en hefur þrívegis endað í öðru sæti á PGA móti. Hann vakti athygli á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Mastersmótinu þar sem hann efstur þegar keppni var hálfnuð. Hann náði sér ekki á strik á tveimur síðustu keppnisdögunum og endaði að lokum í 24. sæti. Dufner er 35 ára gamall og hann hefur m.a. tapað tvívegis í bráðabana um sigur á PGA mótaröðinni. Hann tapaði gegn Mark Wilson á Phoenix meistaramótinu í fyrra og hann þurfti að sjá á eftir sigrinum á PGA meistaramótinu s.l. haust þar sem að Keegan Bradley hafði betur. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs en stórmótin eru; Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið, Opna breska og PGA-meistaramótið. Bubba Watson lék á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Mastersmótinu. Hann endaði í 18. sæti og var 11 höggum á eftir Dufner og Els.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira