Fótbolti

Ronaldo sá til þess að valdaskipti eru að verða á Spáni

Khedira fagnar marki sínu í leiknum.
Khedira fagnar marki sínu í leiknum.
Real Madrid er komið með sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og svo gott sem orðið spænskur meistari eftir frækinn 1-2 sigur á Barcelona á Camp Nou í kvöld.

Real komst yfir á 17. mínútu þegar Sami Khedira náði frakasti eftir skalla Pepé sem Valdes hélt ekki. Khedira kom tánni í boltann og inn fór hann.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks jafnaði varamaðurinn Alexis Sanchez metin eftir mikinn barning í teignum. Fram undan afar spennandi 20 mínútur þar sem Barcelona varð að skora annað mark.

Adam var ekki lengi í paradís því aðeins tveim mínútum síðar kom Cristiano Ronaldo Real yfir á nýjan leik. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Özil og kláraði færið með stæl.

Uppreisn æru fyrir Ronaldo sem hefur venjulega ekki getað neitt í leikjum gegn Barcelona hingað til.

Með þessum sigri eru valdaskiptin á Spáni endanlega staðfest. Ronaldo, Mourinho þjálfari og aðrir hjá Real Madrid hafa tekið við krúnunni af Barcelona á Spáni. Í bili að minnsta kosti.

Ótrúlegur sigur ekki síst fyrir Mourinho þjálfara sem hefur nú orðið meistari í Portúgal, Englandi, Ítalíu og fljótlega á Spáni. Magnaður þjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×