Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 12:30 Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira