Vettel segir liðið hafa tapað sjáfstraustinu Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2012 00:01 Vettel sýndi yfirmanni sínum, Christian Horner, gripinn sem hann fékk fyrir að vinna í Barein. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára. Red Bull-liðið sigraði tólf af nítján mótum í fyrra og urðu heimsmeistarar með miklum mun. Liðið var einnig átján sinnum á ráspól árið 2011. Það tók Vettel hins vegar fjórar tilraunir til að sigra í Formúlu 1 árið 2012. "Baráttan er mun jafnari í ár," segir Vettel, "og við erum ekki eins sjálfsörugg og við vorum áður. Smáatriði hafa gríðarleg áhrif í tímatökum og hafa enn meiri áhrif í keppninni."Alain Prost vann fyrir Renault í franska kappakstrinum, þeim þriðja, árið 1983. Þeir Nelson Piquet, John Watson, Patrick Tambay og Keke Rosberg sigrðu fyrstu fimm mótin það árið.nordicphotos/afpÞað eru liðin 29 ár síðan fjórir mismunandi ökumenn hafa sigrað fyrstu fjögur mótin fyrir fjóra mismunandi bílasmiði. Formúla 1 hefur ekki séð eins jafna keppni í fyrstu mótum síðan 1983. Það árið varð Nelson Piquet heimsmeistari, fyrir Brabham, í annað sinn á ferlinum. Það var þannig árið 1983 að sigurbílarnir fjórir voru einnig knúnir mismunandi vélum. Í ár hefur Mercedes hins vegar unnið tvö mót og Ferrari og Renault hvorn sigurinn hvert. Árið 1983 unnu raunar fimm mismunandi bílasmiðir og ökumenn fyrstu fimm mót ársins. Það er því mögulegt að jafna met í spænska kappakstrinum eftir tvær vikur og fella það endanlega í Mónakó í lok maí. Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára. Red Bull-liðið sigraði tólf af nítján mótum í fyrra og urðu heimsmeistarar með miklum mun. Liðið var einnig átján sinnum á ráspól árið 2011. Það tók Vettel hins vegar fjórar tilraunir til að sigra í Formúlu 1 árið 2012. "Baráttan er mun jafnari í ár," segir Vettel, "og við erum ekki eins sjálfsörugg og við vorum áður. Smáatriði hafa gríðarleg áhrif í tímatökum og hafa enn meiri áhrif í keppninni."Alain Prost vann fyrir Renault í franska kappakstrinum, þeim þriðja, árið 1983. Þeir Nelson Piquet, John Watson, Patrick Tambay og Keke Rosberg sigrðu fyrstu fimm mótin það árið.nordicphotos/afpÞað eru liðin 29 ár síðan fjórir mismunandi ökumenn hafa sigrað fyrstu fjögur mótin fyrir fjóra mismunandi bílasmiði. Formúla 1 hefur ekki séð eins jafna keppni í fyrstu mótum síðan 1983. Það árið varð Nelson Piquet heimsmeistari, fyrir Brabham, í annað sinn á ferlinum. Það var þannig árið 1983 að sigurbílarnir fjórir voru einnig knúnir mismunandi vélum. Í ár hefur Mercedes hins vegar unnið tvö mót og Ferrari og Renault hvorn sigurinn hvert. Árið 1983 unnu raunar fimm mismunandi bílasmiðir og ökumenn fyrstu fimm mót ársins. Það er því mögulegt að jafna met í spænska kappakstrinum eftir tvær vikur og fella það endanlega í Mónakó í lok maí.
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira