Fótbolti

Messi jafnaði met Ronaldo í sigri Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinn í kvöld.

Levante komst reyndar yfir í leiknum þegar að Barkero skoraði úr vítaspyrnu á 23. mínútu leiksins. Markið kom gegn gangi leiksins en vítið var dæmt eftir að Sergio Busquets tók boltann með höndinni í teignum.

Þrátt fyrir að Barcelona hafi verið mun meira með boltann fékk Levante frábært færi til að komast tveimur mörkum yfir undir lok hálfleiksins Petro Lopez fór illa með gott færi.

Messi jafnaði svo metin um miðbik síðari hálfleiksins með marki eftir laglegan samleik við Alexis.

Sigurmarkið kom svo úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmt þegar að þeir Isaac Cuenca og Pedro Botelho lentu saman í teignum. Aðstoðardómari leiksins taldi að brotið hefði verið á Cuenca og því vítaspyrna dæmd. Messi skoraði örugglega úr vítinu og tryggði Barcelona sigurinn.

Messi hefur nú skorað í tíu deildarleikjum í röð sem er metjöfnun í spænsku úrvalsdeildinni. Hann deilir nú metinu með Brasilíumanninum Ronaldo sem náði þessum áfanga með Barcelona tímabilið 1996-7.

Hann hefur nú skorað 41 deildarmark í vetur, jafn mörg og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Madrídingar eru þó með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir leiki kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×