Fótbolti

Terry: Ein besta frammistaða Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry eftir leikinn í kvöld.
John Terry eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona.

„Þessa leiks verður minnst sem eins þess besta sem Chelsea hefur spilað," sagði Terry eftir leikinn í kvöld. „Við urðum að vera þolinmóðir enda komum við varla við boltann fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Við þurftum að leggja mikið á okkur."

„En við vorum óþreytandi. Didier Drogba var svo ótrúlegur og sýndi nákvæmlega hvað hann getur gert. Hann var að etja kappi við suma bestu leikmenn heims en hann heldur varnarmönnum við efnið og lét okkur spila boltanum á hann."

„Það verður erfitt að spila gegn þeim í seinni leiknum. Þeir fengu mörg færi í leiknum og það er ljóst að þeir munu fá færi á sínum heimavelli. Við erum ekki dolfallnir yfir því að spila gegn þeim en berum þó virðingu fyrir þeim. Ef okkur tekst að spila eins og við gerðum í kvöld þá fer vel fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×