NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2012 09:00 Rajon Rondo. Mynd/AP Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.Rajon Rondo og félagar í Boston Celtics unnu 19 stiga stórsigur á Miami Heat, 91-72, en þetta er stærsta tap Miami á tímabilinu. Rondo var með 16 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en þetta var fimmta þrennan hans í vetur. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en LeBron James var atkvæðamestur hjá Miami með 23 stig.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig og 10 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 92-78. Thunder-liðið gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 31-12 þar sem Chicago hitti aðeins úr 5 af 21 skoti. Derrick Rose missti af tíunda leiknum í röð hjá Bulls en John Lucas var stigahæstur með 19 stig.Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors 120-112. Pau Gasol var með 26 stig og Ramon Sessions skoraði 23 stig. David Lee var með 27 stig hjá Golden State sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Ty Lawson skoraði 25 stig og Arron Afflalo var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 104-101 útisigur á Orlando Magic. Jameer Nelson skoraði mest fyrir Orlando eða 27 stig en liðið lék án miðherjans Dwight Howard sem missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 92-78 Boston Celtics - Miami Heat 91-72 Toronto Raptors - Washington Wizards 99-92 Orlando Magic - Denver Nuggets 101-104 Houston Rockets - Indiana Pacers 102-104 (framlenging) Phoenix Suns - New Orleans Hornets 92-75 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 119-106 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 120-112 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.Rajon Rondo og félagar í Boston Celtics unnu 19 stiga stórsigur á Miami Heat, 91-72, en þetta er stærsta tap Miami á tímabilinu. Rondo var með 16 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en þetta var fimmta þrennan hans í vetur. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en LeBron James var atkvæðamestur hjá Miami með 23 stig.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig og 10 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 92-78. Thunder-liðið gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 31-12 þar sem Chicago hitti aðeins úr 5 af 21 skoti. Derrick Rose missti af tíunda leiknum í röð hjá Bulls en John Lucas var stigahæstur með 19 stig.Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors 120-112. Pau Gasol var með 26 stig og Ramon Sessions skoraði 23 stig. David Lee var með 27 stig hjá Golden State sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Ty Lawson skoraði 25 stig og Arron Afflalo var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 104-101 útisigur á Orlando Magic. Jameer Nelson skoraði mest fyrir Orlando eða 27 stig en liðið lék án miðherjans Dwight Howard sem missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 92-78 Boston Celtics - Miami Heat 91-72 Toronto Raptors - Washington Wizards 99-92 Orlando Magic - Denver Nuggets 101-104 Houston Rockets - Indiana Pacers 102-104 (framlenging) Phoenix Suns - New Orleans Hornets 92-75 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 119-106 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 120-112 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira