Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:24 Mynd/Daníel Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september. Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira