Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:24 Mynd/Daníel Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september. Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september.
Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira