Fótbolti

Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan

Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan.
Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Getty Images / Nordic Photos
Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar.

Messi hefur nú skorað átta þrennur á tímabilinu en hann jafnaði markametið eftir aðeins 17. mínútur. Á 68. mínútu bætti hann félagsmetið með því að vippa boltanum snyrtilega í markið og á fjórum mínútum fyrir leikslok fullkomnaði hann þrennuna með þrumuskoti af stuttu færi.

Messi, sem þrívegis hefur verið valinn besti leikmaður heims af FIFA hefur skorað 48 mörk í 40 leikjum á þessari leiktíð.

„Það eru aðeins nokkrir leikmenn sem sýna eins mikla yfirburði og þegar Messi sýnir þessa hlið á sér þá er hægt að bera hann saman við Michael Jordan," sagði Guardiola eftir leikinn í gær. „Það hefur verið sagt áður um Messi. Hann skorar ekki aðeins mörk, þau eru frábær. Hvert öðru fallegra. Þar er á ferðinni einn sá allra besti," bætti Guardiola við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×