Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 13:15 Ramos var allt annað en sáttur við brottvísun sína gegn Villareal. Nordic Photos / Getty Images Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49
Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00