San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 09:30 Ginobili í baráttu við Jason Kidd í nótt. Mynd/AP/Eric Gay San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum