Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2012 12:00 Þóra Arnórsdóttir segir að það væri dónalegt að íhuga ekki forsetaframboð. Hún ætlar að ræða við fjölskyldu og vini um mögulegt framboð. mynd/365 Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira