Birkir: Höfum beðið eftir þessu í 22 ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. mars 2012 23:40 Mynd/Valli "Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur. Innlendar Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Sjá meira
"Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur.
Innlendar Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Sjá meira