Apple nær nýjum hæðum 15. mars 2012 20:15 Verð á hlutabréfum Apple náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. mynd/AFP Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. Apple er verðmætasta fyrirtæki veraldar. Í febrúar á þessu ári skaust markaðsvirði fyrirtækisins yfir 500 milljarða dollara og stendur nú í um 550 milljörðum. Örfá fyrirtæki hafa náð þessu takmarki, þar á meðal eru Microsoft og Exxon Mobile. Mikil spenna er fyrir nýjustu vöru fyrirtækisins, þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar vinsælu. Sérfræðingar segja að Apple gæti selt milljón eintök af spjaldtölvunni þegar hún fer í almenna sölu á morgun. Apple hefur lokað fyrir forpantanir á iPad og var viðskiptavinum tjáð að þeir gætu þurft að bíða í tvo daga og allt upp í þrjár vikur eftir að fá tækniundrið afhent. Apple seldi 15.4 milljón eintök af iPad 2 spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi. Það magn er tvöfalt meira en á sama ársfjórðungi árið 2010. Spjaldtölvan nýja er einungis kölluð iPad. Uppfærslurnar eru af ýmsum toga og státar tölvan meðal annars af háskerpu skjá, mun öflugri myndavél og uppfærðum örgjörva. Hinn nýji iPad kostar jafn mikið og fyrri kynslóðir spjaldtölvunnar eða 499 dollara. Eins og áður segir fer nýja spjaldtölvan í almenna sölu á morgun í Bandaríkjunum, Kanada og tíu öðrum löndum. Tækni Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. Apple er verðmætasta fyrirtæki veraldar. Í febrúar á þessu ári skaust markaðsvirði fyrirtækisins yfir 500 milljarða dollara og stendur nú í um 550 milljörðum. Örfá fyrirtæki hafa náð þessu takmarki, þar á meðal eru Microsoft og Exxon Mobile. Mikil spenna er fyrir nýjustu vöru fyrirtækisins, þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar vinsælu. Sérfræðingar segja að Apple gæti selt milljón eintök af spjaldtölvunni þegar hún fer í almenna sölu á morgun. Apple hefur lokað fyrir forpantanir á iPad og var viðskiptavinum tjáð að þeir gætu þurft að bíða í tvo daga og allt upp í þrjár vikur eftir að fá tækniundrið afhent. Apple seldi 15.4 milljón eintök af iPad 2 spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi. Það magn er tvöfalt meira en á sama ársfjórðungi árið 2010. Spjaldtölvan nýja er einungis kölluð iPad. Uppfærslurnar eru af ýmsum toga og státar tölvan meðal annars af háskerpu skjá, mun öflugri myndavél og uppfærðum örgjörva. Hinn nýji iPad kostar jafn mikið og fyrri kynslóðir spjaldtölvunnar eða 499 dollara. Eins og áður segir fer nýja spjaldtölvan í almenna sölu á morgun í Bandaríkjunum, Kanada og tíu öðrum löndum.
Tækni Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira