Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 18:15 Jeremy Shu-How Lin er á allar vörum þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa. NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa.
NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30