Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 18:15 Jeremy Shu-How Lin er á allar vörum þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa. NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa.
NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30