Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Karl Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2012 14:22 Það var metfjöldi umsókna í Elliðaárnar hjá SVFR Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma. Öðrum leyfum gæti síðan verið úthlutað á sambærilegan máta og farið er með umsóknir um hreindýraveiði. Stjórn félagsins hefur jafnframt rætt úthlutunarmálin almennt og mun endurskoða úthlutunarreglur í vetur og leggja fram mögulegar breytingar til umsagnar með vorinu. Rétt er að halda því til haga að ætlunin var að fá félagsmenn að borðinu í fyrravor til að ræða úthlutunarreglurnar á opnum umræðufundi með þjóðfundarsniði. En þar sem áhugi reyndist enginn meðal félagmanna var fundurinn blásinn af. Í nýrri skoðanakönnun SVFR sem gerð var meðal félagsmanna á dögunum er að finna nokkrar áhugaverðar hugmyndir sem vinna þarf úr samhliða endurskoðun á regluverki SVFR. Er það von stjórnar að félagsmenn taki þátt í þeirri umræðu á næstu vikum og mánuðum á vettvangi félagsins. Við veltum því fyrir okkur að boða til opins umræðufundar um efnið fyrir vorið. Félagsmenn sem hafa hugmyndir um hvernig bæta megi úthlutunarkerfið eru hvattir til að senda þær á skrifstofu félagsins á svfr@svfr.is eða beint til stjórnarmanna. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma. Öðrum leyfum gæti síðan verið úthlutað á sambærilegan máta og farið er með umsóknir um hreindýraveiði. Stjórn félagsins hefur jafnframt rætt úthlutunarmálin almennt og mun endurskoða úthlutunarreglur í vetur og leggja fram mögulegar breytingar til umsagnar með vorinu. Rétt er að halda því til haga að ætlunin var að fá félagsmenn að borðinu í fyrravor til að ræða úthlutunarreglurnar á opnum umræðufundi með þjóðfundarsniði. En þar sem áhugi reyndist enginn meðal félagmanna var fundurinn blásinn af. Í nýrri skoðanakönnun SVFR sem gerð var meðal félagsmanna á dögunum er að finna nokkrar áhugaverðar hugmyndir sem vinna þarf úr samhliða endurskoðun á regluverki SVFR. Er það von stjórnar að félagsmenn taki þátt í þeirri umræðu á næstu vikum og mánuðum á vettvangi félagsins. Við veltum því fyrir okkur að boða til opins umræðufundar um efnið fyrir vorið. Félagsmenn sem hafa hugmyndir um hvernig bæta megi úthlutunarkerfið eru hvattir til að senda þær á skrifstofu félagsins á svfr@svfr.is eða beint til stjórnarmanna. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði