Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði 23. febrúar 2012 12:26 Thorbjörn Jagland formaður norsku Nóbelsnefndarinnar við auðan stól verðlaunahafans kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Mynd/AP Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira. Nóbelsverðlaun Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira