NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 11:00 Lin í baráttunni við Kobe Bryant. Nordic Photos / Getty Images Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101 NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101
NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum