Tiger á að finna gamla þjálfarann | Trevino gefur Tiger góð ráð 17. febrúar 2012 13:00 Tiger Woods er hér með fyrrum samstarfsmönnum sínum. Hank Haney lengst til vinstri, Steve Williams og lengst til hægri er Butch Harmon. Getty Images / Nordic Photos Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja „hæ nágranni," sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni. Það hefur ekkert gengið upp hjá Tiger á undanförnum tveimur og hálfu ári. Hann hefur skipt um þjálfara, aðstoðarmenn en þrátt fyrir það hefur fátt breyst til hins betra. Á sama tíma virðist Phil Mickelson vera á uppleið en svo skemmtilega vill til að þjálfari Mickelson er Butch Harmon. Harmon og Tiger unnu náið saman á árunum 1996-2002 en á þeim tíma var Tiger í sérflokki á PGA mótaröðinni. Hann sigraði á bandaríska áhugamannamótinu í þriðja sinn á ferlinum á meðan Harmon var þjálfari hans, Tiger vann átta stórmót á þessum tíma og þar meðal hinn ótrúlegi sigur á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2000 á Pebble Beach – þar sem Tiger vann með 15 högga mun. Trevino var eins og áður segir einn besti kylfingur heims en hann landaði sex risatitlum á ferlinum. Að mati Trevino hefur Tiger farið í gegnum of margar breytingar á undanförnum árum. Hank Haney fór að vinna með Tiger eftir að það slettist upp á vinskapin hjá Tiger og Harmon. Í dag er Sean Foley þjálfari Tiger Woods. „Ég er veit að það eru einhver óuppgerð mál hjá þeim Tiger og Hank. Ég hef ekki rætt við Hank í nokkur ár, og ég veit ekki hvort stolt Tiger Woods sé of mikið til þess að óska eftir aðstoð. Það eina sem ég veit er að golfið hjá Tiger Woods er í tómu rugli og hann þarf að gera eitthvað í því. Butch Harmon er lausnin að mínu mati," sagði Trevino m.a. í viðtalinu. Golf Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira
Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja „hæ nágranni," sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni. Það hefur ekkert gengið upp hjá Tiger á undanförnum tveimur og hálfu ári. Hann hefur skipt um þjálfara, aðstoðarmenn en þrátt fyrir það hefur fátt breyst til hins betra. Á sama tíma virðist Phil Mickelson vera á uppleið en svo skemmtilega vill til að þjálfari Mickelson er Butch Harmon. Harmon og Tiger unnu náið saman á árunum 1996-2002 en á þeim tíma var Tiger í sérflokki á PGA mótaröðinni. Hann sigraði á bandaríska áhugamannamótinu í þriðja sinn á ferlinum á meðan Harmon var þjálfari hans, Tiger vann átta stórmót á þessum tíma og þar meðal hinn ótrúlegi sigur á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2000 á Pebble Beach – þar sem Tiger vann með 15 högga mun. Trevino var eins og áður segir einn besti kylfingur heims en hann landaði sex risatitlum á ferlinum. Að mati Trevino hefur Tiger farið í gegnum of margar breytingar á undanförnum árum. Hank Haney fór að vinna með Tiger eftir að það slettist upp á vinskapin hjá Tiger og Harmon. Í dag er Sean Foley þjálfari Tiger Woods. „Ég er veit að það eru einhver óuppgerð mál hjá þeim Tiger og Hank. Ég hef ekki rætt við Hank í nokkur ár, og ég veit ekki hvort stolt Tiger Woods sé of mikið til þess að óska eftir aðstoð. Það eina sem ég veit er að golfið hjá Tiger Woods er í tómu rugli og hann þarf að gera eitthvað í því. Butch Harmon er lausnin að mínu mati," sagði Trevino m.a. í viðtalinu.
Golf Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira