Nóg að gera í bókunum hjá Lax-Á fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 17. febrúar 2012 12:47 Stefán með stórlax úr Blöndu Mynd af www.lax-a.is Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins. Hvernig ganga bókanir fyrir sumarið? Það er allt á fullu og mikið að gera þessa dagana í sölu veiðileyfa. Bókanirnar fóru rólegra af stað en árið á undan en svona frá því í nóvember er búið að vera frábært og erum við mjög ánægð með stöðuna hér hjá Lax-á. Í hvaða ár liggur straumurinn? Flestir kaupa Rangárnar enda mesta framboðið hjá okkur og kannski flestir veiddir laxar líka. Blanda og Víðidalsá eru alltaf mjög vinsælar, einnig eru flestar 2-4 stanga veiðisvæðin okkar mjög vel seld að vanda. Verður þú var við fjölgun erlendra veiðimanna í íslenskar veiðiár? Það hafa verið að koma um 1500-2000 útlendingar að veiða í gegnum okkur á ári og virðist það standa í stað. Hvaða á hjá Lax-Á heldur þú að verði spútnikk áin í sumar? Ég er mjög spenntur fyrir Skjálfandafljóti. Ný vara sem hefur ekki verið á opnum markaði áður, frábærar veiðitölur og gott verð. Einnig er mjög spennandi að sjá heimtur út t.d. Rangánum og Tungufljóti. En það skýrist þá frekar þegar líður á sumarið. Hvernig lítur veiðisumarið út hjá þér? Vá það er svo margt. Ég byrja væntanleg í Blöndu 5 júní, svo liggur leiðin í Skjálfandafljót í opnun 18 júní, svo er Ytri Rangá 24 júní. Þetta er það eina sem er bókað þessa stundina en ég geri ráð fyrir að fara nokkra daga í Rangárnar, og Víðidalsá. Einnig er ein fjölskylduferð í Miðdalsá í byrjun ágúst, lítil sæt laxá og silungaá fyrir vestan. Einnig mun ég skreppa eitthvað í Stóru laxá og Tungufljót í Biskupstungum. Svo þróast þetta bara. Á sennilega eftir að fara meira. Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði
Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins. Hvernig ganga bókanir fyrir sumarið? Það er allt á fullu og mikið að gera þessa dagana í sölu veiðileyfa. Bókanirnar fóru rólegra af stað en árið á undan en svona frá því í nóvember er búið að vera frábært og erum við mjög ánægð með stöðuna hér hjá Lax-á. Í hvaða ár liggur straumurinn? Flestir kaupa Rangárnar enda mesta framboðið hjá okkur og kannski flestir veiddir laxar líka. Blanda og Víðidalsá eru alltaf mjög vinsælar, einnig eru flestar 2-4 stanga veiðisvæðin okkar mjög vel seld að vanda. Verður þú var við fjölgun erlendra veiðimanna í íslenskar veiðiár? Það hafa verið að koma um 1500-2000 útlendingar að veiða í gegnum okkur á ári og virðist það standa í stað. Hvaða á hjá Lax-Á heldur þú að verði spútnikk áin í sumar? Ég er mjög spenntur fyrir Skjálfandafljóti. Ný vara sem hefur ekki verið á opnum markaði áður, frábærar veiðitölur og gott verð. Einnig er mjög spennandi að sjá heimtur út t.d. Rangánum og Tungufljóti. En það skýrist þá frekar þegar líður á sumarið. Hvernig lítur veiðisumarið út hjá þér? Vá það er svo margt. Ég byrja væntanleg í Blöndu 5 júní, svo liggur leiðin í Skjálfandafljót í opnun 18 júní, svo er Ytri Rangá 24 júní. Þetta er það eina sem er bókað þessa stundina en ég geri ráð fyrir að fara nokkra daga í Rangárnar, og Víðidalsá. Einnig er ein fjölskylduferð í Miðdalsá í byrjun ágúst, lítil sæt laxá og silungaá fyrir vestan. Einnig mun ég skreppa eitthvað í Stóru laxá og Tungufljót í Biskupstungum. Svo þróast þetta bara. Á sennilega eftir að fara meira.
Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði