NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 10:15 Dwight Howard Mynd/Nordic Photos/Getty Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik. Los Angeles Clipppers mennirnir Chris Paul og Blake Griffin voru báðir kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar ásamt Los Angeles Lakers mönnunum Kobe Bryant og Andrew Bynum. Fimmti leikmaður byrjunarliðsins og sá eini utan LA er síðan Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder. Dwight Howard, miðherji Orlando, fékk flest atkvæði allra leikmanna eða 1,6 milljón. Auk hans er í byrjunarliði Austurdeildarinnar LeBron James og Dwyane Wade frá Miami Heat, Derrick Rose frá Chicago Bulls og Carmelo Anthony frá New York Knicks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 þar sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik eða frá því að Hakeem Olajuwon og Charles Barkley frá Houston Rockets og Gary Payton og Shawn Kemp frá Seattle voru saman í byrjunarliði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant var valinn í fjórtánda sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og kemst þar með í flokk með þeim Shaquille O'Neal, Jerry West og Karl Malone. Kobe Bryant var í öðru sæti yfir flest atvæði en Derrick Rose kom síðan í þriðja sætinu. Byrjunarliðin í Stjörnuleiknum 2012:Kobe Bryant og Blake GriffinMynd/APAustudeildin Bakvörður — Derrick Rose, Chicago Bulls Bakvörður — Dwyane Wade, Miami Heat Miðherji — Dwight Howard, Orlando Magic Framherji — LeBron James, Miami Heat Framherji — Carmelo Anthony, New York KnicksVesturdeildin Bakvörður — Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Bakvörður — Chris Paul, Los Angeles Clippers Miðherji — Andrew Bynum, Los Angeles Lakers Framherji — Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Framherji — Blake Griffin, Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik. Los Angeles Clipppers mennirnir Chris Paul og Blake Griffin voru báðir kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar ásamt Los Angeles Lakers mönnunum Kobe Bryant og Andrew Bynum. Fimmti leikmaður byrjunarliðsins og sá eini utan LA er síðan Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder. Dwight Howard, miðherji Orlando, fékk flest atkvæði allra leikmanna eða 1,6 milljón. Auk hans er í byrjunarliði Austurdeildarinnar LeBron James og Dwyane Wade frá Miami Heat, Derrick Rose frá Chicago Bulls og Carmelo Anthony frá New York Knicks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 þar sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik eða frá því að Hakeem Olajuwon og Charles Barkley frá Houston Rockets og Gary Payton og Shawn Kemp frá Seattle voru saman í byrjunarliði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant var valinn í fjórtánda sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og kemst þar með í flokk með þeim Shaquille O'Neal, Jerry West og Karl Malone. Kobe Bryant var í öðru sæti yfir flest atvæði en Derrick Rose kom síðan í þriðja sætinu. Byrjunarliðin í Stjörnuleiknum 2012:Kobe Bryant og Blake GriffinMynd/APAustudeildin Bakvörður — Derrick Rose, Chicago Bulls Bakvörður — Dwyane Wade, Miami Heat Miðherji — Dwight Howard, Orlando Magic Framherji — LeBron James, Miami Heat Framherji — Carmelo Anthony, New York KnicksVesturdeildin Bakvörður — Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Bakvörður — Chris Paul, Los Angeles Clippers Miðherji — Andrew Bynum, Los Angeles Lakers Framherji — Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Framherji — Blake Griffin, Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira