Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 23:30 Eins og sjá má á svipnum er Kobe Bryant ekki sáttur við gang mála. MYND:NORDIC PHOTOS/AP Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira