Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 23:30 Eins og sjá má á svipnum er Kobe Bryant ekki sáttur við gang mála. MYND:NORDIC PHOTOS/AP Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira