Veiði

Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár

Karl Lúðvíksson skrifar
Frá undirritun samnings á leigu Þverár og Kjarrár
Frá undirritun samnings á leigu Þverár og Kjarrár Mynd: Sigurjón Ragnar
Starir ehf er nýr leigutaki veiðiréttar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Samningur þess efnis var undirritaður í eftirmiðdaginn.

Veiðisvæðið var boðið út síðla síðasta árs og vakti útboðsferlið mikla athygli. Ekki síst fyrir þá staðreynd að fyrrum leigutaki, Sporður ehf, hefur haft Þverá og Kjarrá á leigu um áratuga skeið og því voru margir sem sýndu veiðiréttinum áhuga.

Starir ehf er félag sem stofnað var einvörðungu með leigutökuna í huga. Stjórnarformaður er Davíð Másson en með honum í stjórn eru Halldór Hafsteinsson og Ingólfur Ásgeirsson. Leigutími er til fimm ára frá og með 2013.

Birt með góðfúslegu leyfi SVFR






×