NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2012 09:00 Dwight Howard. Mynd/AP Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira
Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira