NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2012 11:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira