Laxveiðin hafinn í Skotlandi Karl Lúðvíksson skrifar 16. janúar 2012 13:57 Stórlax úr skoskri veiðiá Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Laxveiðin í Skotlandi á síðasta ári var sú mesta frá því að skráningar hófust árið 1952. Til bókar voru færðir 110 þústund stangaveiddir laxar úr skosku veiðiánum, sem er 31% hærri tala en fimm ára meðaltalsveiði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Þarlendir stangaveiðimenn fá hrós frá yfirvöldum sem greina frá því að sjö af hverjum tíu löxum var sleppt aftur lifandi í árnar, þar af var 86% af hinum dýrmæta vorlaxi sleppt. Það eru hins vegar ekki eingöngu góðar fréttir á ferðinni frá Skotlandi, því á sama tíma og þessar háu tölur eru birtar er fjöldi vorlaxa, sem flokkaðir eru sem stórlaxar, aldrei minni. Er um að ræða einhverja minnstu veiði á vorlaxi í skosku ánum frá því skráningar hófust. Vorlaxinn er talinn mikilvægast hluti þeirra laxa sem hrygna og verja afkomu laxastofna þar í landi. Ástæður þess að veiðitölur nú eru hærri en undanfarna áratugi eru raktar til þess að hlutur netaveiðimanna undan ströndum landsins fer mjög minnkandi sem aftur skilar stærri göngum inn í árnar. Að auki er talið að veiða/sleppa aðferðin hækki veiðitölurnar þar sem hluti slepptu laxanna veiðist aftur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Laxveiðin í Skotlandi á síðasta ári var sú mesta frá því að skráningar hófust árið 1952. Til bókar voru færðir 110 þústund stangaveiddir laxar úr skosku veiðiánum, sem er 31% hærri tala en fimm ára meðaltalsveiði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Þarlendir stangaveiðimenn fá hrós frá yfirvöldum sem greina frá því að sjö af hverjum tíu löxum var sleppt aftur lifandi í árnar, þar af var 86% af hinum dýrmæta vorlaxi sleppt. Það eru hins vegar ekki eingöngu góðar fréttir á ferðinni frá Skotlandi, því á sama tíma og þessar háu tölur eru birtar er fjöldi vorlaxa, sem flokkaðir eru sem stórlaxar, aldrei minni. Er um að ræða einhverja minnstu veiði á vorlaxi í skosku ánum frá því skráningar hófust. Vorlaxinn er talinn mikilvægast hluti þeirra laxa sem hrygna og verja afkomu laxastofna þar í landi. Ástæður þess að veiðitölur nú eru hærri en undanfarna áratugi eru raktar til þess að hlutur netaveiðimanna undan ströndum landsins fer mjög minnkandi sem aftur skilar stærri göngum inn í árnar. Að auki er talið að veiða/sleppa aðferðin hækki veiðitölurnar þar sem hluti slepptu laxanna veiðist aftur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði