NBA í nótt: Þriðji sigur Lakers í röð | Oklahoma enn taplaust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2012 11:00 Andrew Bynum verst Rudy Fernandez, leikmanni Denver, í leiknum í nótt. Mynd/AP Andrew Bynum spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og átti góðan leik þegar að LA Lakers vann Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-89. Bynum þurfti að byrja tímabilið með því að taka út fjögurra leikja bann vegna brots hans á JJ Barea, þáverandi leikmanni Dallas, í leik liðanna í úrslitakeppninni í vor. Bynum nýtti alls þrettán af átján skotum sínum í leiknum, skoraði 29 stig og tók þrettán fráköst. Kobe Bryant var með sautján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Lakers tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en hefur síðan þá snúið genginu við og unnið þrjá leiki í röð. Oklahoma City hefur byrjað frábærlega á tímabilinu og unnið fimm fyrstu leiki sína. Liðið vann Phoenix í gær, 107-97, en Russell Westbrook skoraði átján stig fyrir liðið í leiknum. Daequan Cook setti niður fjögur þriggja stiga skot í röð í fyrri hálfleik en leikurinn náði aldrei að vera spennandi. Kevin Durant skoraði tólf stig í leiknum fyrir Oklahoma. Hefði hann skorað minnst 30 stig hefði hann verið fyrsti leikmaðurinn síðan Michael Jordan að skora 30 stig eða meira í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Það gerði hann fyrir 25 árum síðan. San Antonio spilaði vel gegn Utah í gær, sérstaklega Manu Ginobili. San Antonio vann leikinn, 104-89, og Ginobili skoraði 23 stig, þar af fjórtán í öðrum leikhluta. Alls nýtti hann níu af tíu skotum sínum utan af velli, þar af fimm af sex þriggja stiga tilraunum. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, fagnaði í nótt sínum 800. sigri á ferlinum. Er hann fjórtándi þjálfarinn í sögu deildarinnar til að ná þeim áfanga.Úrslitin í nótt: LA Lakers - Denver Nuggets 92-89 Detroit Pistons - Indiana Pacers 96-88 Houston Rockets - Atlanta Hawks 95-84 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 107-97 Sacramento Kings - New York Knicks 92-114 San Antonio Spurs - Utah Jazz 104-89 Golden State Warriors - Philadelphia 76'ers 79-107 NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Andrew Bynum spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og átti góðan leik þegar að LA Lakers vann Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-89. Bynum þurfti að byrja tímabilið með því að taka út fjögurra leikja bann vegna brots hans á JJ Barea, þáverandi leikmanni Dallas, í leik liðanna í úrslitakeppninni í vor. Bynum nýtti alls þrettán af átján skotum sínum í leiknum, skoraði 29 stig og tók þrettán fráköst. Kobe Bryant var með sautján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Lakers tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en hefur síðan þá snúið genginu við og unnið þrjá leiki í röð. Oklahoma City hefur byrjað frábærlega á tímabilinu og unnið fimm fyrstu leiki sína. Liðið vann Phoenix í gær, 107-97, en Russell Westbrook skoraði átján stig fyrir liðið í leiknum. Daequan Cook setti niður fjögur þriggja stiga skot í röð í fyrri hálfleik en leikurinn náði aldrei að vera spennandi. Kevin Durant skoraði tólf stig í leiknum fyrir Oklahoma. Hefði hann skorað minnst 30 stig hefði hann verið fyrsti leikmaðurinn síðan Michael Jordan að skora 30 stig eða meira í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Það gerði hann fyrir 25 árum síðan. San Antonio spilaði vel gegn Utah í gær, sérstaklega Manu Ginobili. San Antonio vann leikinn, 104-89, og Ginobili skoraði 23 stig, þar af fjórtán í öðrum leikhluta. Alls nýtti hann níu af tíu skotum sínum utan af velli, þar af fimm af sex þriggja stiga tilraunum. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, fagnaði í nótt sínum 800. sigri á ferlinum. Er hann fjórtándi þjálfarinn í sögu deildarinnar til að ná þeim áfanga.Úrslitin í nótt: LA Lakers - Denver Nuggets 92-89 Detroit Pistons - Indiana Pacers 96-88 Houston Rockets - Atlanta Hawks 95-84 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 107-97 Sacramento Kings - New York Knicks 92-114 San Antonio Spurs - Utah Jazz 104-89 Golden State Warriors - Philadelphia 76'ers 79-107
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira