5 ára friðun á svartfugli framundan? Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2012 11:40 Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. Starfshópnum var falið að gera tillögur um aukna verndun svartfugla og aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn stofnanna, þ.m.t. um eggjatínslu. Fjallaði hann um fimm tegundir sjófugla af ætt svartfugla, þ.e. álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Í skýrslu sinni leggur starfshópurinn áherslu á að hér við land sé einn stofn af hverri þessara tegunda þannig að staðbundin áhrif og breytingar hafa áhrif á um allt land og á viðkomandi stofn hér við land. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi viðkomubrestur hefur verið hjá um 75% af lundastofninum í nokkur ár og algjört hrun var í varpi hans árið 2011 nema á Norðurlandi hjá um 20% af stofninum, þar sem varp var viðunandi. Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra. Meira á https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1986 Stangveiði Mest lesið Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Góður gangur í Langá Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði
Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. Starfshópnum var falið að gera tillögur um aukna verndun svartfugla og aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn stofnanna, þ.m.t. um eggjatínslu. Fjallaði hann um fimm tegundir sjófugla af ætt svartfugla, þ.e. álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Í skýrslu sinni leggur starfshópurinn áherslu á að hér við land sé einn stofn af hverri þessara tegunda þannig að staðbundin áhrif og breytingar hafa áhrif á um allt land og á viðkomandi stofn hér við land. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi viðkomubrestur hefur verið hjá um 75% af lundastofninum í nokkur ár og algjört hrun var í varpi hans árið 2011 nema á Norðurlandi hjá um 20% af stofninum, þar sem varp var viðunandi. Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra. Meira á https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1986
Stangveiði Mest lesið Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Góður gangur í Langá Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði