Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða 8. janúar 2012 20:30 Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum." PIP-brjóstapúðar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum."
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira