Viðskipti erlent

Nokia og Microsoft í stríð við Android og iPhone

Nokia og Microsoft hafa náð samkomulagi um samvinnu við gerð nýs og hraðvirkari snjallsíma. Með því ætlar Nokia að reyna að vinna aftur tapaða markaði í hendur Android og iPhone.

Hinn nýi snjallsími verður framleiddur af Nokia en Microsoft leggur til hugbúnaðinn frá Microsofts Windows Phone.

Fjárfestar tóku fréttinni um þetta samkomulag afar illa. Hlutabréf í Nokia hafa verið í frjálsu falli í kauphöllinni í Helsinki í morgun. Bréfin hafa fallið um 11,5% og þar með hafa hluthafar Nokia tapað sem svarar til um 550 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×