Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 13:53 Bjarni Benediktsson. Mynd/ Pjetur. „Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni. Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni.
Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10