Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi 9. febrúar 2011 09:16 Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. Í miðlum á borð við ABC News og Guardian hefur því verið haldið fram að Mubarak og fjölskylda hans eigi allt að 70 milljarða dollara eða vel yfir 8.000 milljarða kr. Til samanburðar er auður Carlos Slim metinn á 53,5 milljarða dollara og auður Bill Gates á 53 milljarða dollara. Fjölmiðlar í Mið-Austurlöndum véfengja þessar tölur og telja að auður Mubaraks og fjölskyldu sé um 40 milljarðar dollara eða um 4.600 milljarðar kr. sem er á við þrefalda landsframleiðslu Íslands. Þessum auð hefur Mubarak safnað saman á 30 ára valdaferli sínum sem forseti Egyptalands. Auðnum hefur forsetinn og ættingjar hans ekki safnað saman á hefðbundinn hátt heldur að mestu í gegnum mútur og spillingu. Þá hafa miklir fjármunir komið frá sérstöku viðskiptalíkani þar sem forsetinn og ættingjar hans fá 50% af hagnaði allra stærstu fyrirtækja Egyptalands. Auður Mubaraks mun vera vel falinn og tryggur á reikningum í Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar að auki er hluti hans bundinn í ýmsum fasteignum víða um heiminn. Það er ljóst að himinn og haf skilur á milli Mubaraks og almennings í Egyptalandi. Um 30 milljónir Egypta verða að komast af á um 2 dollurum á dag. Væri auði Mubaraks dreift á milli þeirra myndi hver um sig frá um 1.250 dollara í sinn hlut. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. Í miðlum á borð við ABC News og Guardian hefur því verið haldið fram að Mubarak og fjölskylda hans eigi allt að 70 milljarða dollara eða vel yfir 8.000 milljarða kr. Til samanburðar er auður Carlos Slim metinn á 53,5 milljarða dollara og auður Bill Gates á 53 milljarða dollara. Fjölmiðlar í Mið-Austurlöndum véfengja þessar tölur og telja að auður Mubaraks og fjölskyldu sé um 40 milljarðar dollara eða um 4.600 milljarðar kr. sem er á við þrefalda landsframleiðslu Íslands. Þessum auð hefur Mubarak safnað saman á 30 ára valdaferli sínum sem forseti Egyptalands. Auðnum hefur forsetinn og ættingjar hans ekki safnað saman á hefðbundinn hátt heldur að mestu í gegnum mútur og spillingu. Þá hafa miklir fjármunir komið frá sérstöku viðskiptalíkani þar sem forsetinn og ættingjar hans fá 50% af hagnaði allra stærstu fyrirtækja Egyptalands. Auður Mubaraks mun vera vel falinn og tryggur á reikningum í Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar að auki er hluti hans bundinn í ýmsum fasteignum víða um heiminn. Það er ljóst að himinn og haf skilur á milli Mubaraks og almennings í Egyptalandi. Um 30 milljónir Egypta verða að komast af á um 2 dollurum á dag. Væri auði Mubaraks dreift á milli þeirra myndi hver um sig frá um 1.250 dollara í sinn hlut.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira