Kubica haldið sofandi næstu 24 tíma 7. febrúar 2011 13:39 Frá staðnum sem óhappið varð í gær. Kubica ók á vegrið sem stakkst inn í bílinn og skaðaði hann. Mynd: AP Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira