Kubica haldið sofandi næstu 24 tíma 7. febrúar 2011 13:39 Frá staðnum sem óhappið varð í gær. Kubica ók á vegrið sem stakkst inn í bílinn og skaðaði hann. Mynd: AP Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira