Hver er þinnar gæfu smiður? Jóhann Ág. Sigurðsson skrifar 11. janúar 2011 09:13 Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun