Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre 7. janúar 2011 08:39 Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. Það var Remmen sem seldi íslenska félaginu Nordic Partners hótelið á sínum tíma og þá var rætt um að kaupverðið hafi verið um 800 milljónir danskra kr. eða um 16 milljarðar kr. Því er ljóst að Remmen hefur hagnast vel á því að kaupa hótelið að nýju, að því er segir á vefsíðuinni business.dk. Salan á hótelinu hefur vakið mikla athygli í Danmörku og fjallað er um hana á viðskiptasíðum danskra fjölmiðla. Almennt ríkir mikil ánægja með að þetta krúnudjásn danska hótelgeirans sé aftur komið í hendur landsmanna. Að vísu búa Henning Remmen og frú í Sviss og hafa gert lengi og eru lítið gefin fyrir sviðsljósið. Talsmaður þeirra hjóna segir í samtali við Börsen að endurfjárfesting þeirra í hótelinu sé hugsuð til langs tíma og ekki sé ætlunin að selja hótelið í bráð. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. Það var Remmen sem seldi íslenska félaginu Nordic Partners hótelið á sínum tíma og þá var rætt um að kaupverðið hafi verið um 800 milljónir danskra kr. eða um 16 milljarðar kr. Því er ljóst að Remmen hefur hagnast vel á því að kaupa hótelið að nýju, að því er segir á vefsíðuinni business.dk. Salan á hótelinu hefur vakið mikla athygli í Danmörku og fjallað er um hana á viðskiptasíðum danskra fjölmiðla. Almennt ríkir mikil ánægja með að þetta krúnudjásn danska hótelgeirans sé aftur komið í hendur landsmanna. Að vísu búa Henning Remmen og frú í Sviss og hafa gert lengi og eru lítið gefin fyrir sviðsljósið. Talsmaður þeirra hjóna segir í samtali við Börsen að endurfjárfesting þeirra í hótelinu sé hugsuð til langs tíma og ekki sé ætlunin að selja hótelið í bráð.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira