Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. janúar 2011 19:15 Tiger Woods er mættur á Torrey Pines og ætlar sér stóra hluti. AP Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira