Englaspilið klingir 1. nóvember 2011 00:01 Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, er mikil jólastelpa og finnst erfitt að gera upp á milli jólaskrautsins síns. Hún valdi þó uppáhaldsskraut sem á stóran jólasess í hjörtum margra. „Þetta er eiginlega kertastjaki með fjórum kertum. Í miðjunni er engill með lúður og út frá honum fjórir armar með skrauti sem klingir þegar hitinn frá kertunum snýr því," lýsir Sigríður skrautinu sínu og bætir við: „Þetta heitir víst englaspil og mér finnst nafnið alveg passa." Hún man eftir englaspili af bernskuheimili sínu enda eiga foreldrar hennar eitt slíkt en sjálf eignaðist hún sitt fyrir tveimur árum. „Ég sá englaspilið mitt í Pipar og salt og varð bara að eignast það. En það er mjög erfitt að fá kertin í það. Mig vantaði kerti í fyrra og þá voru þau seld í stykkjatali í Pipar og salt, næstum eins og það væri kertakreppa og skömmtunarseðlar." Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik en hún og Bjarni Snæbjörnsson verða á ferð og flugi á milli vinnustaða að syngja inn jólin á stuttum hádegistónleikum. „Þar syngjum við gömlu amerísku dægurlögin, Bing Crosby og fleira í þeim dúr og það kemur mér í jólaskap, eins og öllum hinum."- bb Jólaskraut Mest lesið Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún flytur Við segjum gleðileg jól Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Jóladagatal Vísis: Kalli Bjarni syngur fyrir ömmu sína Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, er mikil jólastelpa og finnst erfitt að gera upp á milli jólaskrautsins síns. Hún valdi þó uppáhaldsskraut sem á stóran jólasess í hjörtum margra. „Þetta er eiginlega kertastjaki með fjórum kertum. Í miðjunni er engill með lúður og út frá honum fjórir armar með skrauti sem klingir þegar hitinn frá kertunum snýr því," lýsir Sigríður skrautinu sínu og bætir við: „Þetta heitir víst englaspil og mér finnst nafnið alveg passa." Hún man eftir englaspili af bernskuheimili sínu enda eiga foreldrar hennar eitt slíkt en sjálf eignaðist hún sitt fyrir tveimur árum. „Ég sá englaspilið mitt í Pipar og salt og varð bara að eignast það. En það er mjög erfitt að fá kertin í það. Mig vantaði kerti í fyrra og þá voru þau seld í stykkjatali í Pipar og salt, næstum eins og það væri kertakreppa og skömmtunarseðlar." Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik en hún og Bjarni Snæbjörnsson verða á ferð og flugi á milli vinnustaða að syngja inn jólin á stuttum hádegistónleikum. „Þar syngjum við gömlu amerísku dægurlögin, Bing Crosby og fleira í þeim dúr og það kemur mér í jólaskap, eins og öllum hinum."- bb
Jólaskraut Mest lesið Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún flytur Við segjum gleðileg jól Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Jóladagatal Vísis: Kalli Bjarni syngur fyrir ömmu sína Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól