Eistar tóku upp evru í dag og varð Eistland þar með sautjánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Eistar leggja þar með gjaldmiðlinum kroon. Þrátt fyrir áhyggjur af stöðu evrusvæðisins nýtur upptaka evrunnar mikils stuðnings meðal eistnesku þjóðarinnar í skoðanakönnunum.
Á miðnætti fór Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, fyrstur manna í hraðbanka og tók út evrur. Hann sagði á þessum tímamótum að um lítið skref væri að ræða fyrir evrusvæðið en að þetta væri afar stórt skref fyrir Eista.
Eistland gekk ásamt nágrannaríkjunum við Eystrasalt í Evrópusambandið árið 2004.
Eistar með evru
