Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju 10. febrúar 2011 10:35 Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira