Bleika lýsum grund 30. desember 2011 00:01 Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður. Sumir eru eitthvað að hnýta í þann þjóðlega sið að kveikja eld í hverjum garði um áramótin en þeir hinir sömu gleyma því hvað ferðamenn eru hrifnir af þessum sið og finnst við í raun djörf að leyfa enn brennur í einkagörðum. Þeir safnast gjarna saman í Perlunni og horfa á eldana kvikna og hafa á orði hve mikil ró og friður fylgi þessum sið. Börnin myndu vera eyðilögð ef ekki væri efnt til brennu um áramótin, enda er þetta nú fyrst og fremst fyrir þau gert þó að einstöku pabbi sé sannkallaður eldibrandur í sér. Og hvað með það þó að einn og einn kveiki í sér og híbýlum sínum eða annarra? Áramót eru jú bara einu sinni á ári og fólk verður að fara varlega, það þýðir ekkert að kveikja í brennu blindfullur eða utan við sig. Eða alla vega ekki MJÖG blindfullur og utan við sig, ha ha. Ég og mitt fólk kaupum að sjálfsögðu kyndla, bensín og rokeldspýtur af björgunarsveitunum, það væri nú annað hvort að styrkja ekki það góða og fórnfúsa fólk. Mér dettur ekki í hug að kaupa eldfæri af einkaaðilum sem segjast ætla að „kveikja eld í faðmi fjölskyldunnar um áramótin". Ég hugsa að við förum síðan á flugeldasýninguna eins og venjulega þótt það sé náttúrlega alveg hægt að njóta flugeldanna út um stofugluggann. Það er nú annað sem ber að þakka björgunarsveitunum fyrir: að standa fyrir þessum fallegu flugeldasýningum á hverju ári í þakklætisskyni fyrir styrkina frá ríki og borg. Ég verð reyndar að segja að ég er fegin að sýningarnar eru ekki nema hálftími, nógur er nú hávaðinn. En nú er komið að því að kveikja í bleikri grund rétt ein áramótin. Gleðilegt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður. Sumir eru eitthvað að hnýta í þann þjóðlega sið að kveikja eld í hverjum garði um áramótin en þeir hinir sömu gleyma því hvað ferðamenn eru hrifnir af þessum sið og finnst við í raun djörf að leyfa enn brennur í einkagörðum. Þeir safnast gjarna saman í Perlunni og horfa á eldana kvikna og hafa á orði hve mikil ró og friður fylgi þessum sið. Börnin myndu vera eyðilögð ef ekki væri efnt til brennu um áramótin, enda er þetta nú fyrst og fremst fyrir þau gert þó að einstöku pabbi sé sannkallaður eldibrandur í sér. Og hvað með það þó að einn og einn kveiki í sér og híbýlum sínum eða annarra? Áramót eru jú bara einu sinni á ári og fólk verður að fara varlega, það þýðir ekkert að kveikja í brennu blindfullur eða utan við sig. Eða alla vega ekki MJÖG blindfullur og utan við sig, ha ha. Ég og mitt fólk kaupum að sjálfsögðu kyndla, bensín og rokeldspýtur af björgunarsveitunum, það væri nú annað hvort að styrkja ekki það góða og fórnfúsa fólk. Mér dettur ekki í hug að kaupa eldfæri af einkaaðilum sem segjast ætla að „kveikja eld í faðmi fjölskyldunnar um áramótin". Ég hugsa að við förum síðan á flugeldasýninguna eins og venjulega þótt það sé náttúrlega alveg hægt að njóta flugeldanna út um stofugluggann. Það er nú annað sem ber að þakka björgunarsveitunum fyrir: að standa fyrir þessum fallegu flugeldasýningum á hverju ári í þakklætisskyni fyrir styrkina frá ríki og borg. Ég verð reyndar að segja að ég er fegin að sýningarnar eru ekki nema hálftími, nógur er nú hávaðinn. En nú er komið að því að kveikja í bleikri grund rétt ein áramótin. Gleðilegt ár.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun