Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð 29. desember 2011 07:00 Kópavogur Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum.Fréttablaðið/Vilhelm Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira