Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku 29. desember 2011 03:30 Suðurstrandarvegur Í desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins.fréttablaðið/stefán Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira