Sparað hér og skorið þar Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Víða um lönd er tilvísanaskyldu beitt til að efla heilsugæsluna, tryggja sem mesta samfellu í þjónustu við sjúklinga og stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Í stuttu máli sagt felur tilvísanaskyldan í sér að hið opinbera eða sjúkratryggingar af ýmsum toga greiða að jafnaði ekki fyrir meðferð sjúklings hjá sérgreinalækni eða á sjúkrahúsi nema honum hafi verið vísað þangað af heimilislækni. Heilsugæslan er því við venjulegar kringumstæður fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Útfærsla tilvísanaskyldu er samt sem áður breytileg frá einu landi til annars. ForsagaTilvísanaskylda til sérgreinalækna gilti hér á landi frá því á fjórða áratug síðustu aldar fram til ársins 1984. Frá þeim tíma og fram á síðustu ár hafa verið uppi deilur um hvort taka eigi aftur upp tilvísanaskyldu. Flestir heimilislæknar hafa verið fylgjandi tilvísanaskyldunni. Sérgreinalæknar hafa aftur á móti talið að ekki ætti að hefta aðgang fólks að þjónustu þeirra. Stjórnmálaflokkarnir voru sömuleiðis klofnir í afstöðu sinni til tilvísanaskyldunnar, en hin síðari ár er ekki annað að sjá en að vaxandi pólitísk samstaða sé um að fólk skuli snúa sér fyrst til heilsugæslunnar þegar það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Sérgreinalækningar dafnaStarfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur vaxið mikið á síðustu áratugum. Hefur þar ráðið miklu að rýmkaðar hafa verið heimildir sérgreinalækna til að sinna flóknum og dýrum læknisverkum á eigin stofum. Þetta hefur m.a. komið til vegna framfara á sviði tækni og meðferðar, auk þess sem oft á tíðum eru langir biðlistar á sjúkrahúsum. Enn fremur hefur frjálst aðgengi að sérgreinalæknum gert það að verkum að að stór hluti sjúklinga leitar beint til þeirra án viðkomu hjá heimilislækni. Þegar litið er til síðustu áratuga vekur athygli að sérgreinalæknar hafa haft nánast óhefta möguleika á að starfrækja eigin sérfræðiþjónustu. Í nýlegu yfirliti um þróun fjárveitinga til sérgreinalækna á árunum 2006-2012 kemur jafnframt fram að fjárframlög vegna sérfræðiþjónustu hafa hækkað úr 3.672 m.kr. árið 2006 í væntanlega 6.036 m.kr. árið 2012, miðað við verðlag hvers árs. Á meðan skorið er niður í sjúkrahúsrekstri aukast framlög til sérgreinalækna. Þessi þróun gæti bent til þess að tekjumöguleikar sérgreinalækna séu rýmri en heilsugæslulækna, svo dæmi sé tekið. Heilsugæsla í vandaÁ sama tíma og sérgreinalækningar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Kvartað er undan læknaskorti, vinnuálagi, löngum biðtíma og ófullnægjandi starfsskilyrðum. Vormenn íslenskra heimilislækninga sem luku læknaprófi á áttunda áratugi síðustu aldar séu farnir að eldast og innan áratugar verði þeir allir komnir á eftirlaun og þá verði ekki nægjanlega margir ungir heimilislæknar til þess að taka við af þeim. Til þess að koma til móts við heimilislækna hafa stjórnvöld tekið undir sjónarmið um fjölgun lækna í sérnámi í heimilislækningum og að gert verði átak í að innleiða rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Flutningur verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaganna er einnig talinn geta orðið henni til framdráttar. Erfitt efnahagsástand hefur þó gert það að verkum að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Nauðsyn umbótaRannsóknir sýna að meiri samfella í meðhöndlun fólks innan heilbrigðiskerfisins leiðir til lægri kostnaðar, skilvirkari verkaskiptingar og betri þjónustu. Sterk rök styðja því þá skoðun að taka skuli upp tilvísanskyldu eða einhvers konar þjónustustýringu. En áður en ráðist er í þess háttar breytingar á heilbrigðiskerfinu þurfa að vera til staðar tilteknar forsendur. Það þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til ákveðinna verka og tryggja viðunandi mönnun á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er nauðsynlegt að líta til umbóta í daglegum rekstri, svo sem með því að taka upp afkastatengingu launa á dagtíma í heilsugæslunni, a.m.k. að vissu marki. Samanburður við önnur lönd sýnir að fjöldi heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er, hvað sem öðru líður, sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndunum. Með breytingum á vinnuskipulagi, kjörum, launakerfum og hagnýtingu upplýsingatækni má örugglega gera starfsemina mun skilvirkari en hún er í dag. Slíkar umbætur gætu sömuleiðis leitt til þess að heilsugæslan sinnti í framtíðinni stórum hluta þeirra verkefna sem nú eru unnin af sérgreinalæknum. ValkostirAð því er snýr að upptöku tilvísanaskyldu eða þjónustustýringu virðast aðallega þrír valkostir koma greina: Í fyrsta lagi tilvísanaskylda með fáum undantekningum eða undantekningalaus, þar sem heimilislæknir greinir og skipuleggur meðferð sjúklings eða vísar honum áfram á viðeigandi stað í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi sveigjanlegt tilvísanakerfi sem næði til mismunandi fjölda sérgreina frá einum tíma til annars. Og í þriðja lagi mætti hugsa sér að taka upp „valfrjálst stýrikerfi“ að danskri fyrirmynd. Í því fælist að fólk hefði val um að gangast undir tilvísunarskyldu með fáum undantekningum eða gæti farið beint til sérgreinalækna gegn því að greiða nær allan kostnað sjálft. Uppbygging á nýju skipulagi, hvaða leið sem valin verður, er ekki einfalt mál og þarfnast ítarlegrar útfærslu, sem hefði m.a. að markmiði að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Víða um lönd er tilvísanaskyldu beitt til að efla heilsugæsluna, tryggja sem mesta samfellu í þjónustu við sjúklinga og stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Í stuttu máli sagt felur tilvísanaskyldan í sér að hið opinbera eða sjúkratryggingar af ýmsum toga greiða að jafnaði ekki fyrir meðferð sjúklings hjá sérgreinalækni eða á sjúkrahúsi nema honum hafi verið vísað þangað af heimilislækni. Heilsugæslan er því við venjulegar kringumstæður fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Útfærsla tilvísanaskyldu er samt sem áður breytileg frá einu landi til annars. ForsagaTilvísanaskylda til sérgreinalækna gilti hér á landi frá því á fjórða áratug síðustu aldar fram til ársins 1984. Frá þeim tíma og fram á síðustu ár hafa verið uppi deilur um hvort taka eigi aftur upp tilvísanaskyldu. Flestir heimilislæknar hafa verið fylgjandi tilvísanaskyldunni. Sérgreinalæknar hafa aftur á móti talið að ekki ætti að hefta aðgang fólks að þjónustu þeirra. Stjórnmálaflokkarnir voru sömuleiðis klofnir í afstöðu sinni til tilvísanaskyldunnar, en hin síðari ár er ekki annað að sjá en að vaxandi pólitísk samstaða sé um að fólk skuli snúa sér fyrst til heilsugæslunnar þegar það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Sérgreinalækningar dafnaStarfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur vaxið mikið á síðustu áratugum. Hefur þar ráðið miklu að rýmkaðar hafa verið heimildir sérgreinalækna til að sinna flóknum og dýrum læknisverkum á eigin stofum. Þetta hefur m.a. komið til vegna framfara á sviði tækni og meðferðar, auk þess sem oft á tíðum eru langir biðlistar á sjúkrahúsum. Enn fremur hefur frjálst aðgengi að sérgreinalæknum gert það að verkum að að stór hluti sjúklinga leitar beint til þeirra án viðkomu hjá heimilislækni. Þegar litið er til síðustu áratuga vekur athygli að sérgreinalæknar hafa haft nánast óhefta möguleika á að starfrækja eigin sérfræðiþjónustu. Í nýlegu yfirliti um þróun fjárveitinga til sérgreinalækna á árunum 2006-2012 kemur jafnframt fram að fjárframlög vegna sérfræðiþjónustu hafa hækkað úr 3.672 m.kr. árið 2006 í væntanlega 6.036 m.kr. árið 2012, miðað við verðlag hvers árs. Á meðan skorið er niður í sjúkrahúsrekstri aukast framlög til sérgreinalækna. Þessi þróun gæti bent til þess að tekjumöguleikar sérgreinalækna séu rýmri en heilsugæslulækna, svo dæmi sé tekið. Heilsugæsla í vandaÁ sama tíma og sérgreinalækningar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Kvartað er undan læknaskorti, vinnuálagi, löngum biðtíma og ófullnægjandi starfsskilyrðum. Vormenn íslenskra heimilislækninga sem luku læknaprófi á áttunda áratugi síðustu aldar séu farnir að eldast og innan áratugar verði þeir allir komnir á eftirlaun og þá verði ekki nægjanlega margir ungir heimilislæknar til þess að taka við af þeim. Til þess að koma til móts við heimilislækna hafa stjórnvöld tekið undir sjónarmið um fjölgun lækna í sérnámi í heimilislækningum og að gert verði átak í að innleiða rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Flutningur verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaganna er einnig talinn geta orðið henni til framdráttar. Erfitt efnahagsástand hefur þó gert það að verkum að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Nauðsyn umbótaRannsóknir sýna að meiri samfella í meðhöndlun fólks innan heilbrigðiskerfisins leiðir til lægri kostnaðar, skilvirkari verkaskiptingar og betri þjónustu. Sterk rök styðja því þá skoðun að taka skuli upp tilvísanskyldu eða einhvers konar þjónustustýringu. En áður en ráðist er í þess háttar breytingar á heilbrigðiskerfinu þurfa að vera til staðar tilteknar forsendur. Það þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til ákveðinna verka og tryggja viðunandi mönnun á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er nauðsynlegt að líta til umbóta í daglegum rekstri, svo sem með því að taka upp afkastatengingu launa á dagtíma í heilsugæslunni, a.m.k. að vissu marki. Samanburður við önnur lönd sýnir að fjöldi heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er, hvað sem öðru líður, sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndunum. Með breytingum á vinnuskipulagi, kjörum, launakerfum og hagnýtingu upplýsingatækni má örugglega gera starfsemina mun skilvirkari en hún er í dag. Slíkar umbætur gætu sömuleiðis leitt til þess að heilsugæslan sinnti í framtíðinni stórum hluta þeirra verkefna sem nú eru unnin af sérgreinalæknum. ValkostirAð því er snýr að upptöku tilvísanaskyldu eða þjónustustýringu virðast aðallega þrír valkostir koma greina: Í fyrsta lagi tilvísanaskylda með fáum undantekningum eða undantekningalaus, þar sem heimilislæknir greinir og skipuleggur meðferð sjúklings eða vísar honum áfram á viðeigandi stað í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi sveigjanlegt tilvísanakerfi sem næði til mismunandi fjölda sérgreina frá einum tíma til annars. Og í þriðja lagi mætti hugsa sér að taka upp „valfrjálst stýrikerfi“ að danskri fyrirmynd. Í því fælist að fólk hefði val um að gangast undir tilvísunarskyldu með fáum undantekningum eða gæti farið beint til sérgreinalækna gegn því að greiða nær allan kostnað sjálft. Uppbygging á nýju skipulagi, hvaða leið sem valin verður, er ekki einfalt mál og þarfnast ítarlegrar útfærslu, sem hefði m.a. að markmiði að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun