Auðvelda útrás hönnunar 20. desember 2011 09:15 Tinna Pétursdóttir hefur komið fyrirtækinu Boxer Nation á koppinn í Berlín en fyrirtækinu er ætlað að auðvelda hönnuðum utan ESB að selja hönnun sína úr landi. „Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira