Auðvelda útrás hönnunar 20. desember 2011 09:15 Tinna Pétursdóttir hefur komið fyrirtækinu Boxer Nation á koppinn í Berlín en fyrirtækinu er ætlað að auðvelda hönnuðum utan ESB að selja hönnun sína úr landi. „Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið