Seldu fjarskiptabúnað ríkisins 16. desember 2011 09:00 Ákærur Fjórir af fimm sem ákærðir hafa verið fyrir peningaþvætti störfuðu hjá þýska bankanum Commerzbank. Nordicphotos/Getty Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Fullyrt hefur verið að einn hinna ákærðu, danski lögfræðingurinn Jeffrey Galmond, sé fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Það kemur meðal annars fram í nýrri bók Ingimars Hauks Ingimarssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga feðganna. Björgólfur Thor hefur neitað því að hafa átt viðskipti við Galmond. Í pistli á vef hans segir hann að tveir lögmenn sem starfa á sömu lögfræðistofu og Galmond hafi unnið fyrir sig um tíma, en ekki Galmond sjálfur. Auk Galmonds eru fimm fyrrverandi starfsmenn þýska bankans Commerzbank AG ákærðir. Mennirnir fimm eru sakaðir um að hafa hjálpað Leonid Reiman, sem var samskiptaráðherra Rússlands á árunum 1999 til 2008, að selja fjarskiptabúnað í eigu rússneska ríkisins og stinga hagnaðinum í eigin vasa. Mennirnir fimm neita sök í málinu og Reiman hafnar ásökunum um að hafa selt eigur rússneska ríkisins og stungið hagnaðinum í eigin vasa. - bj Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Fullyrt hefur verið að einn hinna ákærðu, danski lögfræðingurinn Jeffrey Galmond, sé fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Það kemur meðal annars fram í nýrri bók Ingimars Hauks Ingimarssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga feðganna. Björgólfur Thor hefur neitað því að hafa átt viðskipti við Galmond. Í pistli á vef hans segir hann að tveir lögmenn sem starfa á sömu lögfræðistofu og Galmond hafi unnið fyrir sig um tíma, en ekki Galmond sjálfur. Auk Galmonds eru fimm fyrrverandi starfsmenn þýska bankans Commerzbank AG ákærðir. Mennirnir fimm eru sakaðir um að hafa hjálpað Leonid Reiman, sem var samskiptaráðherra Rússlands á árunum 1999 til 2008, að selja fjarskiptabúnað í eigu rússneska ríkisins og stinga hagnaðinum í eigin vasa. Mennirnir fimm neita sök í málinu og Reiman hafnar ásökunum um að hafa selt eigur rússneska ríkisins og stungið hagnaðinum í eigin vasa. - bj
Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira