Leita stuðnings við afturköllun ákæru 16. desember 2011 07:00 ákærður Líkur eru á því að þingsálykturnartillaga verði lögð fram í dag um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. fréttablaðið/valli Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira